Við bjóðum þig velkomin/n til Nordjyllands Idrætshøjskole sem er einn yngsti lýðháskóli Danmerkur. Við erum með frábæra aðstöðu og umhverfi og við gefum þér möguleika á að setja saman upplifun sem er án efa bæði einstök og ógleymanleg. Margir velja að fara í lýðháskóla, taka frí frá almennu námi og nota tímann til að gera eitthvað sem er spennandi, uppbyggjandi og ögrandi. NIH einblínir á að vera fyrir alla, sama hvort að þú hafir æft íþróttir í mörg ár eða ert byrjandi. Hjá okkur er nefnilega pláss fyrir alla – þú þarft bara að hafa forvitnina hvað íþróttir varðar og svolitla ævintýraþrá til að upplifa lýðháskólalífið til fulls.
Í NIH ert þú hluti af fjölskyldunni sem telur 127 einstaklinga, þar sem meðalaldurinn er frá 20-22 ára og aldursdreifingin frá 18 til um það bil 25 ára. Þú skalt þó vera að lágmarki 17½ árs gamall til að fara í lýðháskóla.