Skip to main content
search

Nordjyllands Idrætshøjskole

fun community sport friends for you.

NORDJYLLANDS IDRÆTSHØJSKOLE

Við bjóðum þig velkomin/n til Nordjyllands Idrætshøjskole sem er einn yngsti lýðháskóli Danmerkur. Við erum með frábæra aðstöðu og umhverfi og við gefum þér möguleika á að setja saman upplifun sem er án efa bæði einstök og ógleymanleg. Margir velja að fara í lýðháskóla, taka frí frá almennu námi og nota tímann til að gera eitthvað sem er spennandi, uppbyggjandi og ögrandi. NIH einblínir á að vera fyrir alla, sama hvort að þú hafir æft íþróttir í mörg ár eða ert byrjandi. Hjá okkur er nefnilega pláss fyrir alla – þú þarft bara að hafa forvitnina hvað íþróttir varðar og svolitla ævintýraþrá til að upplifa lýðháskólalífið til fulls.

Í NIH ert þú hluti af fjölskyldunni sem telur 127 einstaklinga, þar sem meðalaldurinn er frá 20-22 ára og aldursdreifingin frá 18 til um það bil 25 ára. Þú skalt þó vera að lágmarki 17½ árs gamall til að fara í lýðháskóla.

Courses

Haustönnin hefst í ágúst (19 vikur) og vorönnin hefst í janúar (25 vikur). Við erum með tvö tímabil meðan þú ert hérna, þar sem þú leggur áherslu á það sem þú vilt. Á hverju tímabili getur þú valið fjórar námsgreinar af yfir fjörtíu námsgreinum sem við bjóðum upp á.

Download Brochure

Hvar erum við?

NIH er að finna í Brønderslev í hjarta Vendsyssel á Norður-Jótlandi, aðeins 30 km fyrir norðan Álaborg. Skólinn er miðsvæðis í bænum, rétt um 1 km frá lestarstöðinni og hinum ýmsu verslunum. Við hliðina á skólanum er flottur almenningsgarður. Það er aðeins stutt keyrsla á ströndina og í skóginn. Þar að auki er öll aðstaða skólans undir einu þaki. Fyrir utan eigin aðstöðu, höfum  við  aðgang að sundlaug, tennisvelli og golfvelli bæjarins sem er í nágrenni við okkur.

HVAÐ KOSTAR ÞETTA?

Skráningargjald*: 39.000 ISK

Efniskostnaður*: 39.000 ISK

Verð á viku: 36.000 ISK/vikan

Verð fyrir lengri tíma**: 26.200 ISK/vikan


Dæmi um útreikning á 25 vikna önn:

Heildarverð: 36.000 x 25 vikur + 39.000 + 39.000 = 978.000 ISK

Athugaðu að verð á ferðum og námsgreinum sem greitt er fyrir bætist við.

Innifalið í verðinu:

Kostnaður vegna kennslu fæði sem og húsnæði í 2, 3 eða 4 manna
herbergjum. Öll herbergi eru með eigin sturtu og salerni.

Ef þú óskar eftir því að taka þátt í ferðum og námsgreinum sem greitt er fyrir,
leggst það verð ofan á, en það eru miklir möguleikar á því að setja saman
spennandi og fjölbreytta stundarskrá án ferðar eða námsgreina sem greitt er fyrir.

Námsgrein með aukagreiðslu eru: Skíða-/snjóbrettaþjálfun isk 242.000 • Skíði-/snjóbretti án þjálfunar isk 182.000 • Jaðaríþróttir isk 41.000  • Fallhlífarstökk isk 42.000 • Brimbretti isk 20.100 • Golf isk 30.000 • Líkamsræktarþjálfari isk 11.000

* Skráningar- og efniskostnaður nær yfir m.a. hin ýmsu námsefni, söngbók, bol, skólajakka sem og ókeypis þvott allt tímabilið.

**Verð fyrir lengri tíma er fyrir þá nemendur sem taka tvö eða fleiri tímabil hjá okkur.

Með fyrirvara um villur og breytingar.

NÁMSGREINAR Á VORÖNN Í NIH

Skráðu þig (danish)

Like Nothing You've Seen. Sign Up Today & Experience The Best Time Of Your Life

Skráðu þig

DÆMI UM STUNDARTÖFLU

Við erum með tvö tímabil meðan þú ert hérna, þar sem þú leggur áherslu á það sem þú vilt. Á hverju tímabili getur þú valið fjórar námsgreinar af yfir fjörtíu námsgreinum sem við bjóðum upp á. Við elskum íþróttir og hreyfingu, en hjá okkur þarft þú ekki að vera heimsmeistari til að vera með. Það er rými fyrir alla – líka þig.

HELGAR OG FRÍTÍMI

Félagslífið tekur mikið af hversdegi þínum í lýðháskólanum. Helgarnar eru að þessu marki einnig stór hluti af heildarupplifuninni. Það eru þrjár mismunandi helgar í dvöl þinni við lýðháskólann: Fríhelgar, smiðjuhelgar og viðburðarhelgar. Í fríhelgum notar þú tímann eftir þinni hentisemi. Þú hefur möguleika á því að fara heim, en það eru alltaf margir nemendur sem eru í skólanum og gera eitthvað skemmtilegt saman. Um smiðjuhelgi er sett upp fyrirfram ákveðin smiðja sem getur verið allt frá tónlist, skapandi viðburðar til íþrótta.  Á virðburðarhelgum eru allir nemendur í lýðháskólanum. Hér er dæmigert þema fyrir helgi sem endar með veislu fyrir allan skólann á laugardagskvöldi.

MATSALURINN

Við borðum öll saman í stórum björtum borðsal. Við berum daglega fram þrjá máltíðir (morgunmat, hádegisverð og kvöldmat). Þar að auki eru tvær millimáltíðir sem saman standa m.a. af ávöxtum, grænmeti eða brauði. Í morgunmat er heimabakað brauð, hafragrjón, ávextir, mjólkurvörur o.fl. Í hádegismat erum við með kalda og heita rétti ásamt salatborði. Í kvöldmat er boðið upp á heita rétti sem og salatborð. Aðaltilgangur okkar eru að framreiða fjölbreytt og heilbrigt fæði sem er gott á bragðið, heimatilbúið og með rétt næringarefni. Þegar þú iðkar íþróttir eins mikið og þú gerir hjá okkur, er mikilvægt að maturinn sé rétt samansettur. Við notum einnig nokkuð af lífrænum hrávörum og bjóðum upp á grænmetisfæði sem og sérfæði samkvæmt læknisráði.

Skráðu þig (danish)

Like Nothing You've Seen. Sign Up Today & Experience The Best Time Of Your Life

Skráðu þig
Close Menu

Se ledige pladser

Der er ledige pladser på vores ophold fra august 2024 og frem

Se alle vores hold og tilmeld dig nemt via vores formular.

 

Tilmeld dig lige her